Körfugerð.

Alltaf að bætast ný og flott námskeið hjá okkur.
Körfugerð þar sem eru fléttaðar laukkörfur … dásamlega fallegar og eins námskeið þar sem kennt er að flétta fallegar körfur undir epli eða bara undir prjónana.
Kennari á þessum frábæru námskeiðum er Karín Sveinbjörnsdóttir.
Eplakarfa/prjónakarfa = 8 og 15. mars kl. 18 – 21.00
Verð kr.15.000,- og er efni innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Laukkarfa = 22. mars kl. 18:00 – 22:00.
Verð er krónur 9.000,-
Skráning er í síma 460-1244 eða á https://rosenborg.felog.is/.
Ath. flest stéttarfélög greiða náskeiðsgjaldið fyrir félagsmenn sína.

Share

Námskeið á næstunni ….

Hvernig væri að breyta til í skammdeginu og skella sér á námskeið og læra eitthvað nýtt og skemmtileg.
Við erum með stútfulla dagskrá af metnaðarfullum og flottum námskeiðum.
Og ath. að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið fyrir sitt fólk.
Næstu námskeið hér á Punktinum eru : Byrjendahekl og prjón.
Glerbræðsla , Hnýtingarnámskeið og Trérennibekkur.
Skráning á https://rosenborg.felog.is/ og í síma 460-1244.

Byrjendahekl og prjón.

Hnýtingar.

 

Share

Sýnikennsla í trérennsli :)

Sýnikennsla í trérennsli

með Jóhanni Sigurjónssyni

16.nóvember kl 19:30

Jóhann hefur staðið við rennibekkinn undanfarin 25 ár og hefur þróað með sér ýmsar aðferðir við iðju sína.

Þessa kvöldstund ætlar Jóhann að renna lítinn hlut og nota 7 mismunandi járn við það. Hann mun fara yfir öryggisatriði, járn og brýningar, pússun og lokameðferð.

Í lokin verður svo farið í heimsókn í

Gallerí 16, í kjallaranum hjá Jóhanni.

Skráning á Punktinum, Rósenborg

eða inni á rosenborg.felog.is

Verð 4900,-

…allir velkomnir og líka gömlu, sérvitru kallarnir

Share